Um Viðhorf

Árið 1992 stofnaði ég einkahlutfélagið Viðhorf. Það hefur verið starfrækt með hléum síðan, stundum sem aðallifibrauð, stundum sem aukabúgrein og stundum hefur það sofið árum saman. Líf, virkni og viðfangsefni Viðhorfs hafa því alfarið farið eftir því hvar ég hef verið staddur í lífi og starfi hverju sinni. Það er því við hæfi að Viðhorf fylgi mér til Afríku, nú þegar leikurinn hefur borist þangað.

 

Og núna þegar engin atvinnustarfsemi fer fram á vegum Viðhorfs, nýtist það sem minn prívatvettvangur til að setja fram hvað svo sem mig langar að tjá mig um, hvort sem um er að ræða hugleiðingar eða frásagnir í texta og/eða myndum.