Pierre van der Linden er hollenskur trommari, flinkur mjög. Hann hefur verið meðlimur Focus lengst af með van Leer og augljóst að van Leer hefur miklar mætur á honum. Pierre er afar hógvær og hæglátur, en minnir á Dýra í Prúðuleikurunum þegar mest gengur á við settið.