Thijs van Leer er hámenntaður tónlistarmaður, stofnandi og aðalforsprakki hollensku hljómsveitarinnar Focus. Ég hef nokkrum sinnum séð Focus á sviði, bæði á Íslandi og í Englandi. Einu sinni fórum við á tvenna tónleika á sama sveitasetrinu í Englandi og gistum þar – ásamt hljómsveitinni. Staðurinn var lítill og engir aðrir gestir en við frú I og hljómsveitin. Þá gafst gott tækifæri til að ræða málin – til dæmis yfir morgunmatnum.