Ég hef óskaplega gaman að því að fara á tónleika með listamönnum sem ég held mikið upp á. Sumir vilja sjálfsagt meina að ég sé staðnaður og gamaldags. Sjálfsagt er það rétt, en á meðan það gefur mér eitthvað, þá er mér alveg sama hvað öðrum kann að finnast.